hv118

Safnanótt - Vetrarhátíð 2020 - Ráðhús Reykjavíkur

Samtal milli kÓrs og striga

hv118

SH23062018s

english

Á Safnanótt Vetrarhátíðar föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 mun Sigrún Harðardóttir myndlistamaður flytja gjörning í Ráðhúsi Reykjavíkur í samvinnu við Harmoníukórinn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Í samtali með litaflæði og áslætti á strigann mun kórinn flytja tilbrigði við Alleluia eftir Martin Phipps. Verkið tekur um klukkustund og er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Sigrún Harðardóttir
Sigrún Harðardóttir er fædd 18 maí 1954 í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982 og fór í framhaldsnám við Ríkislistaakademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1982-86 þar sem hún lagði m.a. stund á kvikmyndun, vídeólist og hljóðblöndun. Frá Hollandi hélt Sigrún til Kanada þar sem hún starfaði sem myndlistarmaður, við eftirvinnslu fyrir kvikmyndir og við kennslu í hönnunardeild Québeck-háskólans í Montreal. Sigrún innritaðist árið 1999 í fjölmiðlafræðideild sama háskóla og útskrifaðist þaðan árið 2005 með meistaragráðu í margmiðlun með áherslu á gagnvirkar innsetningar. Á starfsferli sínum hefur Sigrún einkum fengist við málverk, málverkagjörninga í samvinnu við tónlistarfólk, vídeó og vídeóinnsetninga og undanfarin ár þróað gagnvirkni innan þess miðlis í samvinnu við verkfræðinginn Joseph T. Foley. 

Sigrún hefur tekið þátt í sýningum, bæði einka- og samsýningum, víða um heim og verk eftir hana eru í eigu bæði einka og opinberra safna, svo sem Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs, Listasafns Árnesinga, Lima í Hollandi, Ordigraphe í Montreal Kanada og einkasafns Antonio og Janina Manchini í Toronto Kanada. Þá eru nokkur vídeóverka hennar í dreifingu hjá Lima í Hollandi, Femlink í Frakklandi og hjá 700IS Hreindýralandi.

Krisztina Kalló Szklenár
Krisztina Kalló Szklenár organisti og stjórnandi Harmóníukórsins er fædd 9. febrúar 1965 í Györ í Ungverjalandi. Hún lauk meistaraprófi frá Franz Liszt Academy of Music í Budapest árið 1989 og fékk sama ár stöðu kennara við Kennaraháskólann í Györ. Árið 1990 fékk Krisztina stöðu skólastjóra Tónlistaskólans á Hólmavík, og stöðu organista við kirkjuna og starfaði hún þar næstu 3 árin. Hún snéri síðan aftur til kennslu við Kennaraháskólann í Györ og 1995 fékk hún Aðjúnkt stöðu við tónlistardeild skólans. 1997 bauðst Krisztinu staða í Vík í Mýrdal
og flutti hún og fjölskylda hennar þá aftur til Íslands. Árið 2002 lauk Krisztina Kantorprófi og fékk stöðu við Árbæjarkirkju. Þar starfar hún sem organisti, kór- og tónlistastjóri kirkjunnar. Krisztina hefur verið stjórnandi Harmoníukórsins frá árinu 2011. Hún hefur einnig stjórnað fjölmörgum öðrum kórum.

Harmóníukórinn
Harmóníukórinn var stofnaður 1991 af starfsmönnum Landsvirkjunar og hét þá Landsvirkjunarkórinn. 2013 voru þessi tengsl rofin og kórinn var nafninu þá breytt í Harmóníukórinn. Fyrsti stjórnandi kórsins var Páll Helgason (1991-2005) en aðrir stjórnendur eru Keith Reed (2005-2009), Julian Isaacs (2010) en Krisztina K. Szklenár hefur stjórnað kórnum frá árinu 2011. Hin síðari ár hefur kórinn haft aðstöðu til æfinga og tónleikahalds í Árbæjarkirkju.

Harmóníukórinn er blandaður kór með um 45 meðlimi. Verkefnavalið er fjölbreytt íslensk tónlist er fyrirferðarmikil en einnig syngur kórinn gjarnan trúarleg verk gömlu meistaranna eins og Hadn, Bach og Mozarts. Stærri verk sem kórinn hefur flutt eru Carmina Burana, Ceutche Mewwe D872 (Schubert), Mass of the Children (Rutter),
Messe bréve (Gounod), Missa brevis (Haydn), Requiem (Mozart)
og Töfraflautan (Mozart). Í vor mun kórinn halda til Ungverjalands
og flytja þar meðal annars barrok verkin Credo RV-591 eftir Antonio Vivaldi og Missa brevis Sancti Joannis de Deo eftir Joseph Haydn við undirleik ungversku barrok hljómsveitarinnar Capella Savaria sem er þekkt víða um heim fyrir flutning sinn á barrok tónlist.