sigrun Hardardottir <
GaiaBrVarButton GBVarIIISepia
GBVarYKef GBVarKefButton
VariationIIIab GBVarLAY
 

Gaia Breathing Variation lll Blue og Sepia 2017 - 2018.
Lengd: 5 min, HD, Pal, Litur, Stereo, með 1 min. klippu af verki.

Þemað Gaia vísar til móður jarðar sem samkvæmt grískri goðafræði er " Móðir alls " og sem var aldrei aðskilin jörðinni né persónugerð.

Með þessu þema velti ég fyrir mér líkindum milli mannlegrar
tjáningar annarsvegar og hinna stórfenglegu náttúruafla hinsvegar sem og hljóðrænan og sjónrænan fjölbreytileika vatns og jarðar.

Önnur að ofan, Pharos ljóskerfi á Keflavíkurflugvelli.

Gaia Breathing Variation lll er breytt útgáfa af verkinu Gaia Breathing frá 2011. Verkið var unnið með það í huga að það gæti verið túlkað af Pharos ljósakerfinu í lofti flugvallarbyggingarinnar. Það voru tvær litavariasjónir unnar fyrir þetta kerfi blár og sepia með tilvísun til litanotkunar, duoton sem var mikið notað í útgáfu tímarita í upphafi litaprentunar.

Sýnt: 2022: Hornsteinn Listasafn Árnesinga Hveragerði ( blue )
2018 : Breath-Look Up, á Keflavikurflugvelli, ( blue ),
á sýningunni Hver/Gerdi, Listasafn Árnesinga Hveragerdi ( blue and sepia).