sigrun Hardardottir < > Málverk

Hlutverk

 

 

Verk þetta varð til upp úr umræðu um fyrirhugaða bankasölu
og síðan framkvæmd hennar sem mikið hefur verið fjallað um.

Þegar fyrirhuguð bankasala var kynnt þá fylgdu þau skilaboð að einungis stórir fjárfestar gætu boðið í hlutina. Framkvæmdin fór síðan ekki alveg eftir þessum tilmælum stjórnarinnar og stærsti gallinn við þessa framkvæmd var að verðbréfasölum Íslandsbanka var gefið leyfi af þeirra eigin bankastjóra til þess að bjóða í hluti.
Því má segja

að þeir hafi setið beggja vegna borðsins og því þeirra hagur að halda verðinu niðri. Höfum við lært af þessu ?

Hugmyndin að eignast hlut í banka varð að hugmynd um að eignast hlut í verki. Hvers vegna getum við eignast hlut í bönkum eða fyrirtækjum en ekkií listaverkum? Ég var að undirbúa verk fyrir þessa sýningu á þessum sama tíma og umræðan um bankasöluna var í öllum fjölmiðlum,

Ég lít á þetta verk sem viðbrögð mín við mikilli samfélagslegri umræðu og býð gestum þessarar sýningar að eignast hlut í verki.

  Hlutverk . Akríl á striga 2021
20 x 20cm x 13 30 x 30 cm x 12, 40 x 40 cm x 4, 20 x 80 cm x 2

MHI 40 - 440